Skráning og frekari upplýsingar: Norrænar bókmenntir fyrir bókasafnsfræðinga

Senast: augusti 1, 2016

Málþing sem er skipulagt og uppbyggt fyrir bókasafnsfræðinga á Norðurlöndunum. Málþingið fjallar um norrænar bókmenntir með sérstaka áherslu á norrænar gæðabókmenntir frá 1980 og fram til dagsins í dag.

Með gæðabókmenntum er átt við bókmenntir sem sýnir fram á listrænan metnað hvað varðar frumleika og ekki er hægt að skilgreina út frá hefðbundnum stefnum og straumum bókmenntafræðinnar.

Eftir komuna byrjum við á að kynna okkur og bjóða alla velkomna. Við byrjum málþingið á fyrirlestri um markmið málþingsins og hlutverk bókasafnsfræðingsins í að styrkja stöðu norrænna bókmennta. Þáttakendur hafa tækifæri til að fá leiðsögn um þær sögulegu byggingar sem liggja á svæðinu. Uppbygging málþingsins kemur svo til með að vera uppbyggt þannig að við fjöllum um bókmenntir hvers Norðurlands í hálfan dag. Þar fjöllum við um helstu höfunda, stefnur og strauma frá 1980 og fram til dagsins í dag. Við byrjum með Danmörku þann 9 ágúst og endum á Íslandi þann 11 ágúst. Síðasti dagurinn er tileinkaður samantekt af efni málþingsins ásamt umræðum og fyrirlestrum um hvernig við getum eflt og dýpkað samvinnu og samstarf milli norrænna bókasafna.

Biskops Arnö hefur mikla reynslu af að skipuleggja málþing af þessu tagi fyrir rithöfunda. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt málþing er skipulagt fyrir bóksafnsfræðinga, þeim sem vinna við miðlun bókmennta og hafa þannig möguleika á að vekja áhuga lesandans á norrænum gæðabókmenntum. Af gefinni reynslu vitum við að við samankomur af þessu tagi skapar tengslanet, aukin tungumálaskilning och oftar en ekki verða til samvinnuverkefni. Þetta er eitt af helstu markmiðum málþingsins.

Tilgangur og markmið málþingsins er að styrkja norrænar bókmenntir með því að auka þekkingu bókasafnsfræðinga um efnið sem er miðlæg starfsgrein í þessu samhengi. Við viljum með þessu námskeiði auka þekkingu bókasafnsfræðinga á Norðurlöndunum á gæðabókmenntum, bóksafnsfræðinga sem síðan kan miðla þeirri þekkingu áfram til allra þeirra sem heimsækja bókasöfnin daglega.

Fyrir utan endurmenntun og þekkingu í norrænum bókmenntum er markmiðið að styrkja það tengslanet sem þegar finns milli bókasafna á Norðurlöndunum. Með því að skapa persónuleg tengsl og byggja upp slíkt tengslanet getum við síðan skipst á skoðunum, reynslu, þekkingu, rithöfundaheimsóknum og bókmenntum m.a. Það gerum við með því að starfa saman í norrænum anda.

Uppkast að dagskrá

Dagur 1 þriðjudagur 9. ágúst.

Koma að morgni til. Alfred Arvidsson, bókasafnsfræðingur hjá Biskops-Arnö tekur á móti þáttakendum.

09 30 Kaffi og samloka

12 00 Hádegismatur í nýja matsalnum. Skólastjórinn Mats Lundborg býður alla velkomna.

13 00 – 13.30 Þáttakendur málþingsins kynna sig.

13.30 -14.00 Fyrirlestur og kynning haldin af Alfred Arvidsson undir titlinum Nordisk litteratur ur ett biblioteksperspektiv (uþb 20 mín). Spurningar og athugasemdir frá þáttakendum.

14 00 Hlé

14 15 -15 00 Innblástursfyrirlestur um samtíma norrænar bókmenntir frá 1980.

Fyrirlesari er Ida Linde, deildarstjóri rithöfundarskóla Biskops-Arnös. Tími fyrir samræður í lok tímans.

15 00 Kaffi og kaka

15 30 – 16 30 Biskops –Arnö í sögulega samhengi, Medeltidshuset. Leiðsögumaðurinn Håkan Tegneståhl fylgir fólki um staðinn (tbc)

16 30 Upplestur af norrænum bókmenntium 5×5 min. Upplestur:

Fyrrum nemendur, Ida, Alfred, þáttakendur málþingsins

18 00 Kvöldverður

Samkvæmi að kvöldverði loknum.

Dagur 2 miðvikudagur 10. ágúst

8 00 Morgunverður

9 -10 30   Danmörk, fyrirlestur og umræður. Sjá meðfylgjandi upplýsingar um hvert land.

11-12 Vinnustofa 1

12 00 Hádegisverður

13- 14 30 Finland

15-16 30 Svíþjóð

18 00 Kvöldverður

Samkvæmi að kvöldverði loknum.

Dag 3 torsdag 11 augusti:

8 00 Morgunverður

9-10 30 Noregur

11-12 Vinnustofa 2

Hádegisverður

13-14 30 Ísland

14 30 – 15.00 Kaffi og kaka

15 00 Samantekt og umræður í stjórn Alfred. Umræður um sameiginleg einkenni, sérkenni og þróun í norrænum bókmenntum.

18 00 Kvöldverður

19 00 Kvöld í eldhúsi biskupana. Við brennandi bál segjum við norrænar sögur.

Dagur 4 föstudagur 12. ágúst

8 00 Morgunverður

09 00- 12 00 Hvernig lítur framtíðin út fyrir áframhaldandi samvinnu? Hvað geta þessir dagar leitt okkur til? Norrænt bókasafnsnetverk? Hvernig höldum við áfram samskiptum? Facebook-hópar? Sameiginlegur vettvangur gegnum Norræna félagið, gegnum bókasafnsnetverk Norræna félagsins? Norræna bókasafnsvikan? Kura skymning?

12 00 Hádegisverður og kveðjustund

Dagskrá fyrir kynningu hvers lands (hver kynning tekur uþb 2 klst):

  1. Fyrirlestur sem kynnir landið og bókmenntahefðir þess frá 1980 og til dagsins í dag. Fyrirlestrinum stjórnar kynnir frá hverju landi. Hvert land getur einnig komið sér saman um uppsetningu kynningarinnar. Uþb. 1,5 klst.
  2. Umræður um norrænar bókmenntir og hlutverk bókasafnsins í hverju landi. 30 mínutur.

Malin-i-biblioteket2

Dela:

Fler artiklar:

Estland 100 år – ett seminarium

– med fokus på kultur och den samtida litteraturen Biskops Arnö den 20 september 2018 Benämningen ”ester” användes för första gången under 1900-talet under det

Nordiskt bildjournalistseminarium 22-23 mars 2018

Torsdag den 22 mars 09.15    Buss från Cityterminalen/Stockholm till Biskops Arnö 10.30    Registrering och kaffe i Logen 11.00    Bildjournalistiken i praktiken  Paul Hansen 12.30    Lunch

Norrænar bókmenntir fyrir bókasafnsfræðinga

Biskops Arnö 9-12 ágúst 2016 Hvað veit maður í heima bókasafnanna um samtíma gæðabókmenntir nágrannalandanna? Hvað hefur skeð síðustu áratugi í heimi norrænna bókmennta? Verðum